Nýtt spásvæði í innanverðum Eyjafirði

Nýju spásvæði hefur verið bætt við svæðisbundnu snjóflóðaspárnar. Svæðið liggur sunnan spásvæðisins fyrir utanverðan Tröllaskaga og nær yfir fjöll og dali umhverfis Akureyri. Snjóathugunarmaður hefur verið ráðinn fyrir svæðið en spáin er tilraunaverkefni til þess að byrja með.

Svæðið er nokkuð stórt og ljóst að aðstæður geta verið mismunandi innan þess. Við minnum því á leiðbeiningarnar sem fylgja snjóflóðaspánum: https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/utskyringar/

Við á ofanflóðavaktinni hvetjum jafnframt fólk til þess að hafa samband við okkur með ábendingar. T.d. ef fólk verður vart við snjóflóð eða skriður. Það má t.d. gera með því að fylla út í vefskráningarform: http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/, senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is eða hringja í síma 522 6000 og biðja um ofanflóðavakt.

Skildu eftir svar