Jarðskjálftar og grjóthrunshætta

Á miðvikudagskvðld varð jarðskjálfti upp á 4,1 um 5 km NNA af Grindavík. Menn urðu varir við eitthvert grjóthrun í skjálftanum.

Þegar eldgosið hófst í Geldingadölum dró mikið úr jarðskjálftavirki frá því sem var í aðdraganda gossins og voru skjálftarnir flestir undir M3 að stærð. Svo litlir skjálftar valda venjulega ekki grjóthruni eða öðrum ofanflóðum. Skjálftar sem eru M4 og stærri eru aftur á móti líklegir til að koma af stað lausu grjóti í bröttum hlíðum ef þeir verða í þannig landslagi.

Jarðskjálftinn í gær er talinn vera gikkskjálfti og ekki til marks um að ný gosrás sé að myndast. Ekki sjást markverðar breytingar í aflögunargögnum. Þetta er því ekki talið vera merki um nýja, stóra jarðskjálftahrinu. Það er þó ástæða til þess að benda fólki á að fara varlega í fjalllendi á svæðinu og horfa eftir grjóthruni verði vart við skjálfta.

Skildu eftir svar